Viðmið

Markmið væntanlegs samkomulags eða leiðbeininga um mörk við markaðssókn sem beinist að börnum lýtur ekki að öðrum hagsmunum en barna og neytenda. Fellur því utan við þetta verkefni önnur neytendavernd sem talsmaður neytenda eða aðrir vinna að, svo og önnur verkefni sem lúta að barnavernd eða hagsmunum og réttindum barna sem ekki tengist neytendavernd eða sölumennsku í arðsemisskyni. Samkvæmt því verður

gildissvið

væntanlegs samkomulags eða leiðbeininga fyrst og fremst eftirfarandi:

 • Einkum markaðssókn sem beinist beinlínis að börnum (upp að 18 ára) sem neytendum.
 • Einnig markaðssókn sem börn verða óbeint fyrir.
 • Hugsanlega markaðssókn þar sem börn eru meðvitað gerð að milliliðum.Ýmis grá svæði kunna að koma upp sem gott er að fá ábendingar um hvorum megin hryggjar liggi. Sem dæmi má nefna að rannsóknir sýna að börn hafa töluverð (allt að 80%) og vaxandi áhrif á kaup heimilisins – jafnvel á öðru en hreinum barnavörum, svo sem heimilisbifreiðinni. Ómeðvituð áhrif auglýsenda á börn í þessu sambandi falla væntanlega varla undir verkefnið en ef börn eru meðvitað gerðir að milliliðum í markaðssókn fellur það samkvæmt framansögðu væntanlega undir viðfangsefnið um hvar mörkin liggi.
  Annað en markaðssókn fellur vitaskuld utan við gildissvið þessa samstarfsverkefnis – t.d. álitamálið hvort eða að hvaða marki trúfélög eða önnur félög eða stofnanir, sem ekki hafa arðsemistilgang, t.d. náttúruverndarsamtök eða samtök samkynhneigðra, eigi að geta miðlað boðskap sínum gagnvart börnum, t.d. í skólastofnunum. Á hinn bóginn getur það talist markaðssókn þó að einhverjum finnist vara eða þjónusta vera jákvæð, t.d. menningarleg eða holl; þannig er það markaðssókn að freista þess að selja börnrum eða unglingum leikhúsmiða eða gulrætur.

***pic6

Hér á síðunni er velt upp möguleikum varðandi

hugsanleg greinimörk (viðmið) leiðbeinandi reglna um mörk

við markaðssetningu gagnvart börnum.

Til þess að auðvelt sé að fylgjast með og fylgja eftir væntanlegum reglum í samkomulagi eða leiðbeiningum að höfðu samráði má miða við ýmis viðmið – sem eru mis auðveld, sum hlutlæg og skýr en önnur matskennd og umdeilanleg:

 • Vettvangur til auglýsingar eða markaðssetningar (t.d. skóli eða opin rými þar sem börn komast ekki hjá)
 • Miðill til markaðssetningar (stundum sem íþyngjandi sjónarmið en annars fremur að hafa almennar láréttar grunnreglur, óháð miðli)
 • Tímasetning sem markaðssetning á sér stað (t.d. í kringum barnaefni í sjónvarpi)
 • Aldur áhorfanda eða neytanda (hlutlægt)
 • Þroski áhorfanda eða neytanda (matskennt)
 • Inntak vöru eða þjónustu (mikilvægt)
 • sykur, fita, salt og annað sem ekki er skilgreint sem holl vara, sbr. frétt frá 14. september 2007 um átak SVÞ um hollustumerkingar o.fl.
 • áfengi, tóbak, lyf, vímuefni og annað óhollt/bannað
 • kynferðisleg eða útlitsleg skilaboð
 • Form (þróun hröð)
 • auglýsing (bein)
 • kostun
 • dulin staðsetning vöru, svonefnd vörulaum eða vörusýnd („product placement“)
 • kynning
 • kunningjamarkaðssetning („buzz“)
 • jafningamarkaðssetning („peer to peer“)
 • markaðssetning fyrir yngri á vöru og þjónustu sem ætluð er eldri („age-compressing“)
 • Annað
 • nafngift
 • fígúrutenging