Aukin neytendavernd barna

Frá og með 15. mars 2009 eiga engar sjónvarpsauglýsingar að vera í barnatíma, skorður eru settar við kostun og annarri markaðssókn í skólum og forðast skal markaðssókn gagnvart börnum á matvælum með hátt innihald sykurs, salts, fitu og transfitusýru samkvæmt leiðbeinandi reglum sem talsmaður neytenda og umboðsmaður barna gáfu út 28. janúar 2009. Eins og þessi dæmi gefa til kynna og nánar er rökstutt í formála og rakið í skýringum við leiðbeiningarnar er megin áhersla á þessi þrjú atriði, þ.e.

 • áhrifaríka miðla á borð við sjónvarp,
 • vettvang sem á að vera laus undan markaðsáreiti gagnvart börnum eins og skólastofnanir og
 • innihald sem getur verið skaðlegt í miklu magni svo sem óholl matvara.Þessari vinnusíðu var meðan á samráðsferlinu stóð ætlað að auðvelda samráð við hagsmunasamtök fyrirtækja, stjórnsýsluaðila og almannasamtök neytenda, launafólks, foreldra og annarra um undirbúning samkomulags eða samráðs um reglur sem setja frekarimörk við markaðssókn sem beinist að börnumpic2
  Eins og kunnugt er hafa talsmaður neytenda og umboðsmaður barna frá 2005 unnið að því að setja frekari mörk en eru í gildandi lögum og reglum við markaðssókn sem beinist – beint eða óbeint – að börnum. Talsmaður neytenda hefur frá 2005 lögum samkvæmt gegnt því hlutverki að
 • standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og
 • stuðla að aukinni neytendavernd.Síðan 1995 hefur umboðsmaður barna lögum samkvæmt haft það hlutverk aðpic2
 • bæta hag barna og
 • standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra
 • svo og koma á framfæri tillögum um úrbætur á réttarreglum og fyrirmælum stjórnsýsluhafa er varða börn sérstaklega og bregðast við með tiltækum úrræðum telji hann að brotið sé gegn réttindum, þörfum og hagsmunum barna í samfélaginu, og stuðla að því að kynna fyrir almenningi löggjöf og aðrar réttarreglur er varða börn og ungmenni.Opinberlega var málið fyrst sett formlega á dagskrá með því að talsmaður neytenda og umboðsmaður neytenda héldu ásamt samtökunum Heimili og skóli málþing 1. mars 2006 undir yfirskriftinni Börn og auglýsingar um það hvort vilji væri til þess að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum. Auk þessara 3ja aðstandenda málþingsins héldu fjölmargir sérfræðingar og fulltrúar stjórnsýsluaðila og samtaka erindi, svo og þáverandi viðskiptaráðherra. Erindin má kynna sér hér. Frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum
  Vinnusíðu þessari er ætlað að stuðla að umræðu í samfélaginu um málefnið og vera grundvöllur fyrir frekari viðræður við fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra, almannasamtök, stjórnsýsluaðila, fræðimenn, foreldra og ekki síst neytendur um hvernig sé rétt að setja frekari mörk við markaðssetningu sem beinist að börnum og hvar þau mörk skuli liggja. Gengið er út frá því að sammæli sé um að setja þurfi slík mörk og því bíður betri tíma að rekja frekar hver sé tilgangur og rök með þessari viðleitni talsmanns neytenda og umboðsmanns barna. Með því að hefja þetta víðtæka samráðsferli í kjölfar upplýsingasöfnunar undanfarin tvö ár (2005-2007) er stefnt að því að væntanlegt samkomulag verði einfalt og lausnarmiðað – segja heldur hvernig má frekar gera fremur en að einskorða viðfangsefnið hvað hefur verið gert illa. Slík dæmi eru þó mikilvægur grundvöllur verkefnisins.

Markmiðið er að til verði eitt skjal með gildandi laga- og siðareglum (íslenskum og alþjóðlegum) og frekari viðbótarleiðbeiningum sem samið verði um við talsmann neytenda og umboðsmann barna eða samráð haft um og embættin síðan gefi út sem leiðbeiningar.

Senda inn athugasemd til Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, og Margrétar Maríu Sigurðardóttur, umboðsmanns barna, um álitaefnið.

Á undirsíðum þessarar kynningarsíðu má lesa frekar um
gildissvið væntanlegs samkomulags eða leiðbeininga,
möguleg greinimörk eða viðmið svo auðvelt sé að fylgja reglunum, fylgjast með þeim og fylgja þeim eftir,
þær leiðir sem færar eru eru við að setja frekari mörk við slíkri markaðssókn,
meginsjónarmið við afmörkun hversu langt þarf að ganga í neytenda- og barnavernd,
þau úrræði sem hugsanleg eru til þess að fylgja slíkum reglum eftir og tiltæk úrræði að lögum,
hugmynd að tímaramma fyrir verkefnið,
yfirlit yfir hagsmunaaðila sem rætt hefur verið og rætt verður við um að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum og
síðast en ekki síst dæmi um álitaefni og hugmyndir að lausnum á þessu sviði.

Helstu reglur sem í gildi eru varðandi neytendavernd gagnvart börnum
Erindi Ingibjargar Rafnar, umboðsmanns barna, 1. mars 2006 á málþingi samtakanna Heimilis og skóla og embætta talsmanns neytenda og umboðsmanns barna um efnisreglur laga er varða markaðssetningu gagnvart börnum.

Lagaákvæði er varða markaðssetningu með fjarskiptatækjum, samantekt IR.

Umboðsmenn neytenda á Norðurlöndum og þáverandi Verðlagsstofnun settu árið 1992 Sameiginlegar stefnumarkandi reglur um sjónvarpsauglýsingar. Talsmaður neytenda hefur frá 2005 gegnt því hlutverki að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd. Undirbúningur að samkomulagi eða samráði um mörk við markaðssetningu sem beinist að börnum er í sama anda en síðan 1995 hefur umboðsmaður barna haft það hlutverk að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra svo og koma á framfæri tillögum um úrbætur á réttarreglum og fyrirmælum stjórnsýsluhafa er varða börn sérstaklega og bregðast við með tiltækum úrræðum telji hann að brotið sé gegn réttindum, þörfum og hagsmunum barna í samfélaginu, og stuðla að því að kynna fyrir almenningi löggjöf og aðrar réttarreglur er varða börn og ungmenni.

Í reglunum kemur m.a. fram að sjónvarpsauglýsingar
eigi að vera skýrt afmarkaðar með merki,
eigi að vera skýrt aðgreindar frá almennri dagskrá
megi ekki beinast einhliða að undirmeðvitund fólks.

Þessar almennu reglur eiga við um alla en verður í samræmi við almennar meginreglur um barnavernd og neytendavernd að túlka strangar þegar börn eiga í hlut.

Hvað varðar börn og sjónvarpsauglýsingar er sérstaklega vikið að því í reglunum að auglýsingar

 • miðist við að börn sjái þær og heyri,pic3
  eigi að fela í sér sérstaka varkárni vegna áhrifagirni og reynsluleysis barna og unglinga,
 • megi ekki notfæra sér trúgirni og traust barna og unglinga,
 • megi ekki hvetja börn og unglinga til þess að hafa áhrif á aðra um kaup á vöru eða þjónustu,
 • megi ekki gefa börnum og unglingum óraunhæfar hugmyndir um verðmæti vöru eða þjónustu,
 • megi ekki gefa í skyn að verð vöru hæfi fjárhag allra fjölskyldna,
 • megi aðeins hafa börn sem þátttakendur séu þau eðlilegur þáttur í því umhverfi sem er sýnt eða til að sýna notkun vöru eða þjónustu,
 • megi ekki sýna teiknimyndapersónur eða fólk sem kemur reglulega fram í barna- og unglingaþáttum til að ná sérstaklega til barna eða unglinga.Lesa Sameiginlegar stefnumarkandi reglur um sjónvarpsauglýsingar. Tenglar um neytendamál í tengslum við börn
  Á fleiri vefsíðum – innanlands og utan – er fjallað um börn í tengslum við neytendamál; má sem dæmi nefna
  svar á vísindavef Háskóla Íslands við spurningunni um hvort auglýsingar geti haft bein áhrif á börn (2001);
 • heimasíðu umboðsmanns barna um markaðssetningu gagnvart börnum;
 • heimasíðu Neytendastofu um börn og auglýsingar;
 • vefsvæði SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni);
 • frétt á heimasíðu samtakanna Heimilis og skóla um Fjárann, fjármála- og neytendafræðslu til framhaldsskólanema, m.a. vegna markaðsáreiti í framhaldsskólum;
 • norræna neytendafræðsluleikinn Galactor;
 • nýjan hjálparvef PFS, Heimilis og skóla og Barnaheilla fyrir almenning um örugga netnotkun;pic3
 • upplýsingar á vef PFS um net- og upplýsingaöryggi fyrir neytendur;
 • málþing menntamálaráðuneytis 10. apríl 2008 um nýja sjónvarpstilskipun ESB og ýmis erindi um það, m.a. umboðsmanns barna;Erlendir tenglar um neytendamál í tengslum við börn
 • heimasíða átaksins Campaign for a Commercial-Free Childhood – Reclaiming Childhood from Commercial Marketers.
 • Heimasíða ráðstefnu um börn og unglinga sem neytendur, 3ju alþjóðlegu þverfaglegu ráðstefnunnar um Child and Teen Consumption sem fram fer í Þrándheimi í Noregi 24.-25. apríl 2008.
 • Hvítbók ESB: A Strategy for Europe on Nutrition, Overweight and Obesity related health issues.
 • Tengill á fræðilega umfjöllun um „Children, Adolescents and Advertising“ í ritinu Pediatrics, „Official
  Journal of the American Academy of Pediatrics.“
 • Frétt á heimasíðu norrænu ráðherranefndarinnar um útgáfu skýrslu um betra líf fyrir börn og unglinga m.t.t. matarræðis og hreyfiingar.
 • Norræn skýrsla um betra líf fyrir börn og unglinga m.t.t. matarræðis og hreyfingar.Innlent efni – svo sem skýrslur
 • Léttara líf – Skýrsla fagráðs forsætisráðherra um bætt heilbrigði þjóðarinnar frá 11. september 2006.Fréttir um samstarfsverkefnið á heimasíðu talsmanns neytenda
 • Frétt frá 13. mars 2009 um gildistöku leiðbeininga um aukna neytendavernd barna.
 • Frétt frá 29. janúar 2009 um útgáfu leiðbeiningarreglna um aukna neytendavernd barna.
 • Frétt frá 2. júní 2008 um hringborðsumræður og lengingu samráðsferlis í kjölfar þeirra.
 • Frétt frá 20. maí 2008 um væntanlegt lokasamráð um verkefnið sem hlotið hefur heitið Neytendavernd barna.
 • Frétt frá 18. apríl 2008 um nýlokið samráð við hagsmunaaðila í baklandi og fyrirhugaðar viðræður við hagsmunaaðila á markaði.
 • Frétt frá 26. febrúar 2008 um umræðufund Matís um heilsufullyrðingar þar sem m.a. var vikið að norrænu hollustumerki
 • Frétt frá 15. febrúar 2008 um stöðu samstarfsverkefnis umboðsmanns barna og talsmanns neytenda
 • Frétt frá 21. nóvember 2007 um áhrif ruslfæðis og yfirstandandi viðleitni við að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum
 • Frétt frá 14. september 2007 um átak SVÞ um hollustumerkingar o.fl.
 • Frétt frá 13. júní um upphafssamráð við fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra
 • Frétt frá 8. júní 2007 um heimsókn ráðherra neytendamála til talsmanns neytenda þar sem m.a. var sagt frá samstarfsverkefninu